

Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur hvatt stuðningsmenn landsliðsins til að fara varlega og setja sig ekki í skuldir til að fylgja liðinu á HM í Bandaríkjunum á næsta ári.
Clarke ræddi við BBC Scotland sama dag og meðlimir stuðningsmannaklúbbs landsliðsins fengu tækifæri til að sækja um miða á riðlakeppi Skotlands gegn Haítí og Marokkó í Boston, auk síðasta leiksins í riðlinum gegn Brasilíu í Miami.
FIFA hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hátt miðaverð, sem gæti þýtt að stuðningsmenn þurfi að greiða þúsundir punda fyrir sæti á leikjum.
Reiknað er með að skoskir stuðningsmenn fái um 8% af miðum á riðlakeppnisleiki liðsins, þó Skoska knattspyrnusambandið vonist til að það hlutfall aukist á næstu mánuðum.
„Þetta verður dýrt,“ sagði Clarke.
„Það er dýrt að ferðast til Bandaríkjanna hvort sem er og miðarnir eru dýrir. Ef fólk hefur efni á þessu, þá er það frábært, en ég vil ekki að stuðningsmenn setji sig í miklar skuldir til að fara.“
Hann bætti við að FIFA ráði verðlagningunni. Clarke vonast til að þeir stuðningsmenn sem fylgt hafi liðinu til fjarlægra staða í gegnum árin fái tækifæri til að vera með, enda eigi þeir það skilið.