
Mikel Arteta stjóri Arsenal vill bæta aðeins við leikmannahóp sinn í janúar til að halda dampi á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal er sem stendur með tveggja stiga forskot á Manchester City en þarf að halda þétt á spöðunum til að halda því svo.
Nú eru Skytturnar orðaðar við tvo leikmenn Real Madrid fyrir leikmannamarkaðinn í janúar.
Annar þeirra er brasilíski kantmaðurinn Rodrygo, sem áður hefur verið orðaður við Arsenal. Talið er að hann kosti næstum 80 milljónir punda.
Hinn er öllu minna þekktur, en það er Victor Valdepenas, 19 ára gamall varnarmaður sem er að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Real Madrid.