

Neymar vakti mikla athygli í New York á laugardag þegar hann sást í bleikum og hvítum klæðnaði, þar á meðal kápu sem er sögð kosta um 4.300 pund.
Ofurstjarnan, sem er 33 ára, var á ferð um Times Square ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Brunu Biancardi. Í tilraun til að fara huldu höfði klæddist Neymar skíðagrímu, en þrátt fyrir það vakti fatnaður hans mun meiri athygli en sjálfsmynd hans.
Fáir virtust átta sig á því hver leyndist á bak við grímuna, en margir tóku eftir glæsilegum klæðnaði Brasilíumannsins.

Neymar klæddist áberandi bleikri og hvítri Louis Vuitton kápu sem talið er að seljist á rúmlega 700 þúsund krónur. Parið lét mynda sig saman í jólalegri stemningu og á einni mynd sjást þau hlusta á jólatónlist á meðan þau óku um Times Square.
Ferð Neymar til Bandaríkjanna kemur á sama tíma og hann undirbýr sig fyrir hnéaðgerð, í von um að endurheimta leikform og eiga möguleika á sæti í HM-hópi Carlo Ancelotti næsta sumar.
Undanfarin ár hafa meiðsli sett stórt strik í reikninginn hjá Neymar, sem hefur misst af 89 leikjum síðan hann gekk til liðs við Al-Hilal árið 2023.
Endurkoma hans til Santos hefur einnig verið erfið vegna meiðsla, og hefur hann misst af stórum hluta tímabilsins þar sem félagið barðist í neðri hluta brasilísku úrvalsdeildarinnar.