

Kári Kristjánsson gekk um helgina í raðir FH en miðjumaðurinn var keyptur frá uppeldisfélagi sínu Þrótti. Kári var eftirsóttur biti.
Í hlaðvarpinu Dr. Football var fjallað um kaupverðið á Kára en þar var sagt að FH hefði borgað 7,5 milljón fyrir kappann.
Kári er 21 árs gamall miðjumaður sem hefur gert vel með Þrótti í Lengjudeildinni síðustu ár. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH hefur talað fyrir því að yngja upp FH liðið.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem FH kaupir í nýja stefnu sína eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson tók við þjálfun liðsins.
Kári skoraði fimm mörk í Lengjudeildinni í sumar en árið á undan hafði hann skorað ellefu mörk.