
Topp 10 listi yfir mest seldu knattspyrnutreyjur í Evrópu árið 2025 hefur verið birtur og þar kemur einhverjum á óvart að hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo tróna á toppnum.
Samkvæmt tölum frá Score 90 hefur undrabarn Barcelona, Lamine Yamal, verið vinsælasta nafið í ár. Alls seldust 1,32 milljónir treyja með nafni 17 ára gamla Spánverjans víðs vegar um Evrópu.
Í öðru sæti er Lionel Messi, nú leikmaður Inter Miami, með 1,28 milljónir seldra treyja, en liðsfélagi Yamal hjá Barcelona, Robert Lewandowski, er í þriðja sæti með 1,11 milljónir.
Cristiano Ronaldo, sem leikur með Al-Nassr í Sádi-Arabíu, endar í sjöunda sæti listans með 925 þúsund seldar treyjur.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni á listanum og situr í áttunda sæti með 878 þúsund seldar treyjur. Rétt á eftir honum kemur Harry Kane með 867 þúsund.
Listinn í heild
1. Lamine Yamal (Barcelona) – 1,32 milljónir
2. Lionel Messi (Inter Miami) – 1,28 milljónir
3. Robert Lewandowski (Barcelona) -1,11 milljónir
4. Kylian Mbappe (Real Madrid) – 1,02 milljónir
5. Vinicius Jr (Real Madrid) – 992.000
6. Giorgian de Arrascaeta (Flamengo) – 975.000
7. Cristiano Ronaldo (Al-Nassr) – 925.000
8. Bruno Fernandes (Manchester United) – 878.000
9. Harry Kane (Bayern Munich) – 867.000
10. Rodrygo (Real Madrid) – 798.000