
Thiago Silva er á förum frá Fuminense í Brasilíu og vill halda aftur til Evrópu.
Miðvörðurinn er orðinn 41 árs gamall en virðist hvergi nærri hættur. Vill hann komast í lið í Evrópu í aðdraganda HM næsta sumar. Bindur hann því greinilega vonir við að vera í brasilíska landsliðinu.
Silva hefur átt stórkostlegan feril hjá risaliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea og AC Milan, en hann var einmitt orðaður við síðastnefnda liðið á dögunum.
Hann sneri aftur til Fluminense í Brasilíu síðasta sumar og hjálpaði liðinu að halda sér uppi. Þá heillaði reynsluboltinn með frammistöðu sinni á HM félagsliða.
🚨🇧🇷 Thiago Silva has decided to LEAVE Fluminense and try new chapter as a free agent ahead of 2026 World Cup.
Thiago will be available with immediate effect from January.
His priority is a return to Europe, as @geglobo reports. Talks on. pic.twitter.com/71nzP3i9aL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2025