

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var brjálaður eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Bournemouth. United hafði yfirburði í leiknum en vanrarleikur liðsins var í molum.
Bruno ræddi við Manuel Ugarte og Casemiro eftir leik og var augljóslega mjög svekktur.
🚨🎥 Bruno Fernandes is furious after the full-time whistle. #MUFC [@StevenRailston] pic.twitter.com/JH31b6zHQn
— mufcmpb (@mufcMPB) December 15, 2025
Manchester United mistókst að vinna Bournemouth á heimavelli þrátt fyrir yfirburði stóran hluta leiksins. Varnarleikur liðsins var hriplekur og endaði leikurinn 4-4.
Amad Diallo kom United yfir á 13. mínútu leiksins en þá hafði United haft mikla yfirburði. United hélt áfram að banka en tókst ekki að bæta við.
Antoine Semeyno jafnaði fyrir gestina á 40. mínútu en áður en flautað var til hálfleiks kom Casemiro United aftur yfir.
Síðari hálfleikurinn var svo varla farin af stað þegar Evanilson jafnaði og Marcus Tavernier kom gestunum yfir á 52. mínútu með marki úr aukaspyrnu.
Bruno Fernandes jafnaði fyrir heimamenn á 77. mínútu og Matheus Cunha kom United í 4-3, aðeins tveimur mínútum síðar.
Adam var ekki lengi í paradís því Eli Junior Kroupi jafnaði fyrir gestina á 84. mínútu og þar við sat. 4-4 jafntefli á Old Trafford.
Vandræði United á heimavelli áfram en uppskeran aðeins tvö stig í þremur leikjum gegn Everton, West Ham og Bournemouth.