
Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir að allur leikmannahópurinn dýrki Mohamed Salah, þó umræðan um hann hafi verið neikvæð undanfarið.
Salah hjólaði í Arne Slot og Liverpool eftir að hafa verið bekkjaður þrjá leiki í röð í viðtali um þarsíðustu helgi. Hann var í kjölfarið settur utan hóps en sneri aftur gegn Brighton á laugardag.
„Við elskum allir Mo. Á mínum erfiðasta kafla hjá félaginu var hann allaf sá sem var til staðar fyrir mig. Ég gat alltaf talað við hann og það hefur ekkert breyst,“ segir Jones.
Salah hefur verið orðaður við brottför, þá helst til Sádi-Arabíu en einnig víðar.