
Sádiarabíska félagið Al-Qadsiah er nálægt því að ganga frá samningi við Brendan Rodgers um að taka við starfi knattspyrnustjóra. The Athletic segir frá.
Samkvæmt heimildum miðilsins er þessi 52 ára gamli Norður-Íri þegar á leið til Sádi-Arabíu til að ganga frá smáatriðum.
Rodgers hefur verið án starfs síðan hann sagði af sér sem stjóri Celtic í október. Al-Qadsiah rak á sunnudag fyrrverandi spænska landsliðsmanninn Michel Gonzalez.
Rodgers, sem er afar reynslumikill og hefur stýrt Liverpool Leicester og Swansera, vann þrjá skoska meistaratitla, þrjá bikartitla og einn deildarbikar á tveimur tímabilum hjá Celtic og er með hæsta sigurhlutfall í sögu félagsins, 75,5 prósent.
🚨 Al Qadsiah close to agreement with Brendan Rogers to become new head coach. 52yo available after Celtic exit + travelling over as work continues to finalise deal. Ambitious Aramco-owned #AlQadsiah 5th in #SPL & move to new stadium in 2026 @TheAthleticFC https://t.co/WKju0GgWI2
— David Ornstein (@David_Ornstein) December 15, 2025