

Knattspyrnufélagið Rockdale Ilinden í Sydney minnist leikmanns síns, Dan Elkayam, sem lést í skotárásinni á Bondi-ströndinnni í Ástralíu í gær.
Árásin, sem áströlsk yfirvöld hafa skilgreint sem hryðjuverk, kostaði að minnsta kosti 16 manns lífið og eru yfir 40 slösuð. Beindist hún að ljóshátíð gyðinga á ströndinni.
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, staðfesti að Elkayam, 27 ára franskur ríkisborgari, væri meðal hinna látnu. Rockdale Ilinden birti áhrifaríka færslu á Facebook í kjölfarið.
„Það er með djúpri sorg sem við staðfestum að leikmaður okkar, Dan Elkayam, hafi verið fórnarlamb þessara skelfilegu og tilgangslausu atburða á Bondi-ströndinni. Dan var órjúfanlegur hluti af liðinu árið 2025, afar hæfileikaríkur og vinsæll meðal samherja sinna. Hans verður sárt saknað.“
Rockdale Ilinden er í deild sem leikin er í suðurhluta Sydney.