fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

433
Mánudaginn 15. desember 2025 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea-goðsögnin John Terry hefur opinberað að hann hafi íhugað sjálfsvíg eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester United árið 2008.

Terry rann til í vítaspyrnukeppninni á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu og skaut í stöngina. Varnarmaðurinn hefði tryggt Chelsea sigur með marki en United vann að lokum.

Terry segir að andleg líðan hans hefði verið mjög slæm dagana eftir leikinn. „Ég var á 25. hæð á hótelinu í Moskvu og horfði út um gluggann og spurði sjálfan mig bara: Af hverju? Svona hugsanir fara í gegnum hausinn á manni á slíkum augnablikum,“ segir hann.

Hann bætti við að liðsfélagar hans hefðu komið til hans og farið með hann niður, sem hafi skipt sköpum á þeirri stundu. „Þetta voru þessar „hvað ef“ hugsanir. Maður veit aldrei,“ segir hann.

Terry segir að minningin ásæki hann enn í dag, sérstaklega eftir að hann lagði skóna á hilluna. „Ég vakna enn á nóttunni og hugsa hvort þetta hafi gerst í alvörunni. Ég held að þetta fari aldrei alveg.“

Hann hrósar sérstaklega Ray Wilkins, aðstoðarþjálfara Chelsea á þeim tíma, fyrir stuðninginn. „Ray var sá fyrsti sem hringdi í mig eftir leikinn og athugaði hvort ég væri í lagi.“

Terry vann Meistaradeildina fjórum árum síðar með Chelsea, árið 2012.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona