
Paolo Vanoli, stjóra Fiorentina, hefur engan veginn tekist að snúa gengi liðsins við á mánuði í starfi og hefur vont orðið verra.
Fiorentina er límt við botninn í Serie A, átta stigum frá öruggu sæti. Mjög óvanaleg staða fyrir þetta stórlið í ítölskum fótbolta.
Það er talið að lítið gæti verið eftir hjá Vanoli í starfi. Þetta var til umfjöllunar í Dr. Football í gærkvöldi, en Íslendingar eiga auðvitað leikmann í Fiorentina, Albert Guðmundsson.
Í þættinum sagði Albert Brynjar Ingason, sem er frændi leikmannsins, að hann styddi þó við bakið á stjóranum.
„Ég get samt sagt ykkur það að Albert er aðdáandi hans,“ sagði nafni hans í Dr. Football.