
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ætlar að breyta úr sínu umdeilda þriggja hafsenta kerfi yfir í 4-3-3, samkvæmt The Athletic.
Kerfið hefur verið gagnrýnt töluvert, sérstaklega í ljósi dapurs gengis United undir stjórn Portúgalans, en United hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og hefur vantað stöðugleika á þessari leiktíð.
Fyrir leikinn gegn Wolves síðastliðinn mánudag, sem vannst 1-4, á Amorim að hafa tilkynnt leikmönnum að breytingar væru í aðsigi.
Síðan hefur verið unnið að því að aðlagast nýju kerfi á æfingasvæðinu, en United tekur á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.