
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er samkvæmt spænskum miðlum orðinn þreyttur á Jules Kounde og er í leit að nýjum hægri bakverði. Er hann sagður horfa til Englands.
Flick vill að Börsungar skoði hvort ekki sé hægt að selja Kounde fyrir rétt verð í janúar eða næsta sumar. Félagið ku vera til í að skoða tilboð upp á tæpar 30 milljónir punda.
Takist það að selja Frakkann vill Flick fá Daniel Munoz, leikmann Crystal Palace, til Katalóníu í hans stað.
Munoz hefur slegið í gegn með Palace undanfarin tvö ár eða svo, en hann sprakk út fremur seint á sínum ferli. Hann er orðinn 29 ára gamall.