
Sergio Reguilon er að skrifa undir hjá MLS-meisturum Inter Miami.
Þessi 28 ára gamli vinstri bakvörður er án félags eftir að samningur hans við Tottenham rann út í sumar.
Nú gengur hann í raðir Inter Miami, sem varð meistari á dögunum og er auðvitað með Lionel Messi, Luis Suarez, Jordi Alba og fleiri stórstjörnur innanborðs.
Reguilon var á tíma sínum hjá Tottenham lánaður til Brentford, Manchester United og Atletico Madrid. Hefur hann þá einnig leikið með Real Madrid.
🚨🇺🇸 EXCLUSIVE: Sergio Reguilón to Inter Miami, here we go! Deal done for Spanish LB who has signed in with the MLS Champions.
Exclusive story from October set to be confirmed as documents are sealed.
Reguilón had several proposals but his #1 priority was always Inter Miami. 🇪🇸 pic.twitter.com/ouh4ospvk9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2025