
Það er fjallað um það í ítalska miðlinum Il Mattino að Ruben Amorim ætli að koma í veg fyrir að Kobbie Mainoo fái að fara í janúar.
Miðjumaðurinn ungi vill ólmur komast burt á láni þar sem hann fær lítið sem ekkert hlutverk undir stjórn Amorim á Old Trafford. Hann spilaði stóra rullu áður en Portúgalinn kom til félagsins.
Í síðustu viku var fjallað um að allt að tólf félög vildu fá Mainoo á láni í janúar, en Napoli virðist vera draumaáfangastaður leikmannsins.
Samkvæmt þessum nýju fregnum vill Amorim þó ekki hleypa honum þangað, eða neitt annað ef út í það er farið. Það er því spurning hvort hann sjái fyrir sér að Mainoo verði í hlutverki eftir áramót.