

Nottingham Forest er að kanna möguleika á miðjunni fyrir janúargluggann með það að markmiði að styrkja leikmannahóp sinn, samkvæmt Daily Mail.
James Garner hjá Everton er eitt helsta nafnið sem Forest hefur til skoðunar, auk þess sem Jack Hinshelwood hjá Brighton er einnig á lista félagsins.
Garner lék í tvö tímabil á láni hjá Forest á meðan hann var leikmaður Manchester United.
Hin 24 ára gamli miðjumaður var hluti af liðinu sem tryggði Forest sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2022 eftir sigra í umspilinu. Þá á Garner sterkar minningar frá City Ground og er kunnugur aðstæðum hjá félaginu, sem gæti spilað inn í mögulega endurkomu hans.