fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“

433
Sunnudaginn 14. desember 2025 19:00

Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

FIFA hefur verið í brennidepli fyrir ýmsar sakir undanfarið og vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar sambandið frestaði tveimur leikjum af þremur af banni Cristiano Ronaldo svo hann gæti tekið þátt í öllum leikjum Portúgal á HM.

„Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu er að FIFA hafi algjörlega grímulaust vikið öllum sínum reglum til hliðar varðandi leikbannið hjá Ronaldo. Það séu sumir sem eru of peningalega verðmætir til að fara í leikbann,“ sagði Stefán um þetta.

Einskorðast svona ekki við Ronaldo.

„Maður fékk smá skítabragð á Copa America síðast þegar það var gulltryggt að Brasilía og Argentína myndu mætast í úrslitum, þau gátu ekki mæst fyrr í keppninni og svo bara spurning hvort þeim tækist að komast alla leið.

Svo var það tryggt að Messi færi alla leið í úrslitaleik. Framlengingu var sleppt án neinna útskýringa á svona stuttu móti, vellirnir þegar Argentína spilaði voru hafðir eins litlir og reglugerðin mögulega leyfði til að ná sem mestu út úr litlu löppunum. En menn gengu kannski ekki svo langt að rauð spjöld gildi ekki,“ sagði Stefán enn fremur.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur