fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið sem Salah deildi eftir leikinn á Anfield í gær – Var hann að kveðja?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. desember 2025 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram sem sýnir hlýjar móttökur sem hann fékk frá stuðningsmönnum Liverpool eftir 2-0 sigur liðsins á Brighton.

Egyptinn sneri aftur í lið Liverpool í leiknum eftir mikla umræðu undanfarnar vikur um stöðu hans hjá félaginu.

Að leik loknum söng Anfield nafn Salah hátt og snjallt, á meðan hann klappaði stuðningsmönnum á Kopp-stúkunni fyrir stuðninginn.

Myndbandið sem Salah deildi sýnir augnablikið þar sem stuðningsmenn liðsins hylla hann, og má túlka færsluna sem skýrt merki um að samband leikmannsins og stuðningsmanna Liverpool sé áfram sterkt þrátt fyrir umrót undanfarinna daga.

Sumir túlka myndbandið þó þannig að þarna sé Salah að undirbúa sig að kveðja Liverpool og gæti mögulega hafa leikið sinn síðasta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur