fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. desember 2025 13:30

Mo Salah í stuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah grínastðsi við fjölmiðla eftir endurkomu sína í lið Liverpool í 2-0 sigri á Brighton á laugardag.

Salah hafði vakið mikla athygli um síðustu helgi þegar hann gaf sprengjuviðtal í blönduðu svæði eftir 3-3 jafntefli Liverpool gegn Leeds United.

Þar sagðist hann meðal annars ekki lengur eiga í neinu sambandi við knattspyrnustjórann Arne Slot, sem leiddi til mikilla vangaveltna um framtíð hans hjá félaginu.

Í kjölfarið var Salah ekki í leikmannahópi Liverpool í 1-0 sigri á Inter Mílanó í Meistaradeildinni í miðri viku.

Egyptinn sneri aftur í hópinn á laugardag eftir viðræður við Slot og kom snemma inn á í leiknum þegar Joe Gomez meiddist í fyrri hálfleik.

Að leik loknum gekk Salah í gegnum blandaða svæðið, en að þessu sinni hafnaði hann kurteislega beiðnum fjölmiðla um viðtal með bros á vör. „Tvær vikur í röð? Nei,“ grínaðist Salah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur