fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

433
Laugardaginn 13. desember 2025 07:30

Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Pétur Pétursson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals sem raðaði þar inn titlum, skaut á nýja stjórn félagsins í pistli á dögunum.

Rúmt ár er síðan Börkur Edvardsson yfirgaf Val eftir ótrúlegt starf sem formaður og nýr formaður og stjórn tóku við. Þau hafa ákveðið að fara aðrar leiðir, sem var áberandi með kvennaliðið á síðustu leiktíð.

Ný framtíðarstefna var kynnt fyrir stuðnignsmönnum á dögunum og Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður í Val, sagði til að mynda í viðtali við Fótbolta.net að stefnan á Íslandi hafi of mikið verið á þann veg að menn tjaldi til einnar nætur.

Meira
Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

„Téður stjórnarmaður skaut sér mjög rækilega undan því að tala um kvennaboltann, eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við,“ sagði Stefán í Íþróttavikunni.

Pétur, sem skilaði mögnuðu starfi sem þjálfari kvennaliðsins og vann Íslandsmeistaratitilinn til að mynda fjórum sinnum, var látinn fara frá Val eftir tímabilið í fyrra. Árangur kvennaliðsins var svo arfaslakur í ár.

„Maður hefur ekki séð botn detta eins rosalega úr einu toppliði eins og hjá Valsstelpum í sumar. Maður var farinn að hugsa hvort þær gætu fallið en þær hörkuðu út úrslit og breiddin fór að segja til sín hjá öðrum liðum. En þetta var ekkert í líkingu við það sem maður hefur séð hjá Val árin á undan.

Ég skil alveg að það hlýtur að vera erfitt fyrir mann eins og Pétur sem lítur svo á að hann hafi búið til ansi mikið legacy-lið að sjá það fjara út svona hratt. Um langt árabil höfum við bara verið með Breiðablik og Val sem langöflugustu liðin og liðin sem hirða allt sem hreyfist hjá lakari liðum,“ sagði Stefán og hélt áfram.

„Það virðist vera niðurskurðargír víða í kvennaboltanum og það er eins og Valsarar hafi slegið tóninn. Það er eins og önnur lið séu að fylgja og það varð til dæmis hvellur í kringum Framarana mína við lok mótsins. Ég ætla bara rétt að vona að fólk þar á bæ svari því, mér þætti ferlega dapurt ef við getum ekki byggt ofan á sumrinu.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni