

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Stefán var áberandi í fjölmiðlum í upphafi vikunnar eftir að hann mætti í Silfrið á RÚV og tókust hann og Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks Fólksins, duglega á.
Meira
Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
„Ég vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju internet meme-i. Nóg er nú samt,“ sagði Stefán í upphafi þáttar og skellti upp úr.
Hann sagði þó bara gaman að því þegar hiti er í þáttum eins og Silfrinu. „Það verður að vera stuð,“ sagði Stefán.
Þátturinn í heild er í spilaranum.