

Jamie Carragher hefur gagnrýnt Mohamed Salah harðlega á nýjan leik og sakað hann um að skilja ekki hugarfar harðkjarna stuðningsmanna Liverpool.
Salah mætir aftur í hóp í dag gegn Brighton.
Carragher hefur nú bætt í gagnrýnina og segir Salah hafa rangreiknað áhrif ummæla sinna eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds. Í pistli sínum í The Telegraph skrifar Carragher að ef markmið Salah hafi verið að veikja stöðu Arne Slot, þá verði hann nú að viðurkenna að það hafi haft þveröfug áhrif.
„Helsta ástæða rangmats Salah er að hann skilur ekki til fulls sálfræði hörðustu stuðningsmanna félagsins,“ skrifar Carragher.
„Þegar velja þarf á milli knattspyrnustjóra á Anfield sem vinnur titla og margra titla leikmanns, þá vinnur stjórinn alltaf.“