fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Yfirgefur KA og fer í dönsku C-deildina

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Aðalsteinsson er að yfirgefa KA og fara til liðs í dönsku C-deildinni. KA tilkynnir þetta.

Bjarni er 26 ára og hefur verið lykilmaður fyrir KA undanfarin ár. Vann hann meðal annars bikarinn með liðinu í fyrra.

Hann bjó í Danmörku síðasta vetur með kærustu sinni og hefur tekið ákvörðun um að dvelja þar á næsta ári hið minnsta.

Tilkynning KA
Bjarni Aðalsteinsson mun spila með liði í dönsku C-deildinni á komandi sumri. Hann dvaldi í Danmörku síðasta vetur með kærustu sinni, sem er þar við nám, og hefur ákveðið að vera þar að minnsta kosti næsta árið. Hann mun því ekki spila með KA liðinu næsta sumar.

Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samkomulagi við félagið. Hann lofar Bjarna fyrir frábæran tíma hjá KA, allt frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Bjarni hefur átti stóran þátt í góðum árangri liðsins undanfarin ár. Á þessum tíma var Bjarni lykilleikmaður í baráttu liðsins hér heima fyrir sem og í Evrópukeppnum og er handhafi bikarmeistaratitilsins 2024

Við óskum honum góðs gengis í næstu skrefum erlendis en dyr KA standa Bjarna ætíð opnar aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin