

Manchester United eru sagðir eiga í viðræðum um mögulegan stórleik í undirbúningstímabilinu gegn Wrexham í sumar.
Að sögn Daily Mail Sport er ekkert ákveðið enn, en viðræður hafa átt sér stað um að lið Rubens Amorim mæti Hollywood félaginu í Evrópu næsta sumar.
Bæði félög eru nú að leggja drög að undirbúningstímabilinu, en HM í Norður-Ameríku flækir skipulagið verulega.
Leikur í Evrópu, líklega á Norðurlöndu– myndi vekja mikla athygli, enda um tvö afar vinsæl félög að ræða. Heimildir segja að United íhugi að spila tvo æfingaleiki á Norðurlöndum í sumar.
Liðin mættust síðast í San Diego í júlí 2023 í leik sem varð umdeildur eftir að Paul Mullin meiddist alvarlega þegar markvörðurinn Nathan Bishop fór harkalega í hann og olli gat á lunga og brotnum rifbeinum.