
Kobbie Mainoo, sem hefur verið lítið notaður hjá Manchester United á tímabilinu, hefur valið Napoli sem sitt draumaáfangastað fyrir janúarglugganum, að sögn Daily Mail.
Englendingurinn tvítugi hefur fengið takmörkuð tækifæri undir stjórn Ruben Amorim sem kýs að tefla fram Bruno Fernandes og Casemiro á miðjunni. Þetta hefur leitt til mikillar óánægju hjá Mainoo, sem vill komast þangað sem hann spilar reglulega.
Tólf félög eru sögð hafa sýnt því áhuga að fá Mainoo á láni í janúar. Napoli leiðir þetta kapphlaup vegna vals leikmannsins en nú er undir United komið að sleppa kappanum.
Napoli er að glíma við meiðslavandræði á miðjunni og því kjörið fyrir stjórann Antonio Conte að krækja í Mainoo.