

Breiðablik hefur unnið sinn fyrsta sigur í deildar/riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og það í elleftu tilraun, liðið vann Shamrock Rovers frá Írlandi í kvöld.
Leikurinn fór fram á Laugardalsvelil en sigurinn skilar Blikum 60 milljónum króna í kassann.
Graham burke kom gestunum yfir eftir rúman hálftíma leik en á 35. mínútu leiksins jafnaði Breiðablik leikinn, það var á 35. mínútu sem Blikar jöfnuðu en Viktor Örn Margeirsson skallaði þá knöttinn í netið.
Óli Valur Ómarsson kom svo Blikum yfir á 74. mínútu þegar hann skoraði með laglegu skoti í markið.
Það var svo í uppbótartíma sem Shamrock var komið með allt liðið upp og markvörðinn líka að Kristinn Jónsson skaut frá miðju og í netið fór boltinn.
3-1 sigur Blika og liðið á enn möguleika að komast áfram en liðið þarf þá góð úrslit gegn Strasbourg frá Frakklandi í næstu viku