

José Mourinho lét ekki sitt eftir liggja í blaðamannaherberginu eftir 2-0 sigur Benfica á Napoli í Meistaradeildinni á miðvikudag og kom blaðamönnum í opna skjöldu þegar hann mætti með dularfulla tösku.
Benfica tryggði sér sigurinn með mörkum Richard Rios og Leandro Barreiro, og eftir leikinn var spurðist fyrir um töskuna sem Mourinho hélt á.
Einn blaðamaður spurði í gríni hvort hún væri gjöf handa einhverjum í herberginu.
„Þetta er treyja McTominay,“ svaraði Portúgalinn með bros á vör.
„Ég setti hann í liðið, ég bekkjaði Paul Pogba fyrir hann. Minnsta sem hann gat gert var að gefa mér treyjuna sína.“
Mourinho og McTominay unnu saman hjá Manchester United, þar sem Skotinn braust inn í aðalliðið undir stjórn hans. Hér sýnir Mourinho á sinn kostulega hátt að tengslin eru enn til staðar.