
Íslenska kvennalandsliðið fór upp um eitt sæti á uppfærðum heimslista FIFA sem var gefinn út í dag.
Ísland fer þar með upp í 16. sæti listans, upp fyrir Kína. Er það þremur sætum frá okkar besta árangri.
Spánn er á toppi listans og þar á eftir koma Bandaríkin og Þýskaland.