
AC Milan hefur áhuga á Alisson, markverði Liverpool, samkvæmt Sky Sport.
Mikil óvissa er um framtíð Mike Maignan, markvörð Milan, og félagið skoðar því mögulega arftaka.
Liverpool er sagt opið fyrir því að selja Alisson, sem hefur verið frábær fyrir félagið í næstum áratug, næsta sumar þegar ár er eftir af samningi hans, til að fá eitthvað fyrir hann.
Liverpool hefur þegar keypt Georgíumanninn Giorgi Mamardashvili, með það fyrir augum að hann tæki við stöðu Alisson fyrr eða síðar.