
Enzo Fernandez, miðjumaður Chelsea og argentínska landsliðsins, hefur skipt um umboðsmann og gengið til liðs við The Elegant Game, umboðsskrifstofu sem meðal annars er í eigu avier Pastore, fyrrum sjörnu Paris Saint-Germain.
Fernandez var áður hjá Uriel Perez en hefur nú ákveðið að gera breytingu á sínum málum utan vallar. Breytingin ýtir undir vangaveltur um framtíð hans á Stamford Bridge að sögn enskra miðla, en sem stendur er ekkert sem bendir til þess að hann fari á næstunni.
Hinn 24 ára gamli Fernandez kom til Chelsea frá Benfica í janúar 2023 fyrir metfé á þeim tíma og hefur verið fastamaður á miðjunni síðan. Hann hefur spilað 22 leiki á þessu tímabili og skorað fimm mörk.