

Mikel Arteta staðfesti í dag að Arsenal hefði orðið fyrir enn einu áfallinu þegar Cristhian Mosquera meiddist í leiknum gegn Brentford í síðustu viku.
Spánverjinn þurfti að fara af velli í síðari hálfleik í Lundúnaslagnum, og bætist þar með í ört stækkandi meiðslalista varnarlínu félagsins.
Arteta glímir nú þegar við fjarveru lykilmanna, William Saliba og Gabriel Magalhães og staðfesti að Mosquera verði frá í nokkrar vikur.
„Því miður er þetta mun verra en við bjuggumst við,“ sagði Arteta.
„Leikmaðurinn fann strax fyrir þessu og verður því frá um ókominn tíma.“