

Albert Guðmundsson var hetja Fiorentina þegar liðið vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Albert byrjaði leikinn á bekknum.
Staðan var var 1-1 í leiknum þegar Albert var kallaður til leiks og á 74 mínútu skoraði hann sigurmarkið.
Sigurin kemur Alberti og félögum í góða stöðu fyrir síðustu umferðina.
Fiorentina hefur ekki unnið leik í Seriu A en hefur náð í sigra Í Evrópu og Albert var hetja kvöldsins. Logi Tómasson var í byrjunarliði Samsunspor í sömu keppni sem tapaði 1-2 gegn AEK Aþenu á heimavelli.
Í Evrópudeildinni stóð Elías Rafn Ólafsson í marki FC Midtjylland sem vann góðan 1-0 sigur á Genk frá Belgíu og liðið í frábæri stöðu með 15 stig eftir sex umferðir en tvær umferðir í viðbót eru eftir áramót.
Hákon Arnar Haraldsson byrjaði hjá Lille sem tapaði 1-0 gegn Young Boys á útivelli en Lille missti mann af velli í leiknum.