

Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FCK sem heimsótti Villarreal á Spáni í Meistaradeild Evrópu.
FCK vann 2-3 sigur sem er ansi vel gert hjá danska liðinu, Viktor Bjarki lék 70. mínútur í fremstu víglínu FCK.
Andreas Cornelius skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.
Á sama tíma vann Ajax góðan sigur á Qarabag í Aserbaídsjan, fyrsti sigur liðsins þetta árið.