

Virgil van Dijk og Andy Robertson fengu fjölmargar spurningar um málið kringum Mohamed Salah eftir 1-0 útisigur Liverpool á Inter Mílanó í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.
Sigurinn á San Siro veitti liðinu tímabundninn gálgafresti, en Salah var skilinn eftir heima eftir umdeilt viðtal í Leeds þar sem hann sakaði félagið um að „henda sér fyrir rútuna“.
Málið hefur vakið heimsathygli og skapað mjög flókna stöðu fyrir Liverpool að leysa.
Aðspurður um stöðuna sagði fyrirliðinn Van Dijk við Amazon Prime. „Þetta er erfitt, en þetta er sameiginleg erfið staða fyrir alla. Á milli Mo og félagsins eru ákveðin mál í gangi og hann er ekki hér í kvöld, það er staðreyndin. Það breytir engu um einbeitingu okkar,“ sagði Van Dijk.
„Það er ekki mitt að segja hvort einhver eigi að biðjast afsökunar. Hann hefur einfaldlega tjáð tilfinningar sínar. Félagið þarf að taka á því , og við líka.“
„Ég hef rætt við hann en það samtal er bara okkar á milli.“