

Valur hefur samið við miðjumanninn Kristófer Dag Arnasson, sem kemur til okkar frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni.
Kristófer, 21 árs gamall miðjumaður, átti afar gott tímabil í Lengjudeildinni í ár þar sem hann lék 18 leiki og skoraði fimm mörk.
„Við sjáum í Kristóferi spennandi leikmann sem við teljum eiga mikið inni. Hann býr yfir metnaði, vinnusemi og sterku keppnisskapi sem fellur fullkomlega að markmiðum félagsins, og hlökkum við til að sjá hann láta til sín taka á vellinum.“
„Við erum mjög ánægð að fá Kristófer til Vals. Hann hefur æft með okkur undanfarið og staðið sig frábærlega frá fyrsta degi á Hlíðarenda. Hann er einbeittur í að bæta sig frekar og við trúum því að Valur sé rétti staðurinn fyrir hann til að ná enn lengra,“ sagði Gareth Owen, tæknistjóri Vals