fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Þrjár framlengdu við Víking

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bestu deildarlið Víkings tilkynnti í gær að þrír leikmenn hafi skrifað undir nýja samninga við félagið.

Um er að ræða þær Emmu Steinsen, Kristínu Erlu Johnson og Rakel Sigurðardóttur.

Víkingur hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir bras framan af móti.

Tilkynning Víkings
Þrír leikmenn meistaraflokks kvenna hafa framlengt samninga sína til ársloka 2027, en það eru þær Emma Steinsen, Kristín Erla Johnson og Rakel Sigurðardóttir. Það er mikið fagnaðarefni að framlengja samninga við þessa sterku leikmenn og halda þannig áfram í þeirri góðu vegferð sem félagið hefur verið á síðastliðin ár.

Emmu þarf vart að kynna fyrir Víkingum en hún hefur verið einn af burðarásum liðsins frá 2021 þegar hún kom til félagsins. Frá þeim tíma hefur hún varla misst úr leik með liðinu og spilað 113 leiki fyrir félagið. Emma hefur átt mikilli velgengni að fagna með Víkingum undanfarin fjögur ár og titlarnir fjölmargir á þeim tíma. Stiklað á stóru má þó segja að Mjólkurbikarmeistaratitillinn 2023 og þriðja sætið í Bestu 2024 standi upp úr, en Lengjudeildarmeistaratitilinn 2023 og Meistarar meistaranna 2024 fylgja þó fast á eftir.

Krístin Erla spilaði í sumar sitt annað tímabil með Víking en í sumar lauk hún háskólanámi við Wake Forest University. Hún spilað með liði skólans og komst með þeim í úrslitaleik NCAA á hennar síðasta tímabili með liðinu. Kristín var einn af lykilleikmönnum Víkings í sumar þegar liðið vann sig uppúr fallsæti og í efri hluta Bestu deildarinnar. Það er því mikið fagnaðarefni að framlengja við Kristínu og tekur hún nú sitt fyrsta heila tímabil með liðinu.

Rakel sem er varnarmaður, kom til Víkings frá Breiðablik í haustið 2023. Hún á að baki 3 leiki með U16 ára landsliði Íslands og 26 meistaraflokks leiki með Augnablik og Víking. Rakel er efnilegur leikmaður sem félagið bindur miklar vonir við til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar