

Markmaðurinn Darri Bergmann Gylfason hefur gert þriggja ára samning við Stjörnuna.
Darri sem er 24 ára kemur til okkar frá Augnablik í Kópavogi þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.
Stjarnan fékk Hrannar Boga Jónsson þjálfara Augnabliks til félagsins á dögunum og er hann aðstoðarþjálfari liðsins í dag.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var áður þjálfari Augnabliks.