
Þrátt fyrir 0-1 sigur á Inter í Meistaradeildinni í gær voru stuðningsmenn afar harðorðið í garð sænska framherjans Alexander Isak á samfélagsmiðlum eftir leik.
Isak, sem kom frá Newcastle fyrir allt að 130 milljónir punda í sumar, hefur ekki fundið taktinn í liði Arne Slot. Í 14 leikjum hefur hann aðeins skorað tvö mörk og lagt upp eitt.
Hann átti ekki merkilega frammistöðu í gær og var tekinn af velli á 68. mínútu. Eftir leikinn flæddi inn gagnrýni á kappann.
„Vona svo innilega að Isak bæti sig, en þetta líta út eins og dýr mistök!“ skrifaði einn.
„Held að þetta sé nóg, Isak er hræðilegur, versti framherji sem ég hef séð hjá félaginu,“ skrifaði annar og fmun fleiri tóku í sama streng.