
Samkvæmt AS hefur Inter Miami boðið Luis Suarez að framlegnja samning sinn um eitt ár.
Sóknarmaðurinn, sem er orðinn 38 ára gamall hefur verið frábær vestan hafs og vill félagið tryggja áframhaldandi veru hans þar.
Til að samkomulag náist þarf Suarez þó að fallast á að taka á sig launalækkun, en Inter Miami vinnur að samningi sem fellur innan fjárhagsramma félagsins.
Í heimalandi hans Úrúgvæ fylgist Nacional grannt með stöðunni og vonast til að fá Suárez heim á ný, en hann sneri einnig aftur um stutt skeið frá 2022 til 2023.
Félagið er tilbúið að bjóða honum tækifæri til að ljúka ferlinum þar sem allt byrjaði árið 2005.
Suarez, sem hefur auðvitað átt ótrúlegan feril með liðum eins og Liverpool, Barcelona og Atletico Madrid, vann MLS-deildina með Lionel Messi og félögum í Inter Miami í fyrsta sinn á dögunum.