
Það eru sögur á kreiki á Spáni um að Manchester United skoði þann möguleika að fá Sergio Ramos á frjálsri sölu í janúar.
Þessi 39 ára gamli varnarmaður er að renna út af samningi hjá Monterrey í Mexíkó og gæti Ruben Amorim aukið breiddina og fengið meiri reynslu inn í hópinn með því að fá Ramos.
Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem United sýnir Ramos áhuga. Félagið vildi fá hann frá Real Madrid árið 2015.
Ramos var lengi vel einn besti varnarmaður heims og er ferill hans mörgum titlum skreyttur. Hann hefur leikið með Paris Saint-Germain og Sevilla eftir að hann yfirgaf Real Madrid.