fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, er brattur og gerir sér vonir um að liðið vinni sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Shamrock Rovers á morgun.

Blikar eru með tvö stig í keppninni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Írunum til að eiga von um að komast áfram í útsláttarkeppnina fyrir lokaumferðina.

„Þetta verður skemmtilegt verkefni og við erum klárlega hungraðir í sigur og að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik,“ sagði Ólafur við 433.is í Laugardalnum, þar sem leikurinn fer fram, í dag.

video
play-sharp-fill

Blikar náðu í ansi sterkt stig í síðasta leik gegn afar öflugu liði Samsunspor frá Tyrklandi.

„Við framkvæmdum leikinn mjög vel heilt yfir. Svo er alltaf hægt að gera betur og við vinnum í þeim þáttum líka. Þetta er nýtt verkefni og verður öðruvísi leikur get ég trúað en það er klárlega eitthvað sem við getum byggt ofan á.“

Ólafur tók við Blikum fyrir að verða tveimur mánuðum og er afar sáttur í Kópavoginum það sem af er.

„Mér líður frábærlega. Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt. Fólkið er frábært og þetta er frábær hópur af leikmönnum. Það er allt flott í kringum félagið og mér hefur verið tekið alveg ótrúlega vel.“

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr samningur liðsfélaga Hákonar truflar Arsenal og Manchester United ekki

Nýr samningur liðsfélaga Hákonar truflar Arsenal og Manchester United ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern kom til baka gegn Sporting

Bayern kom til baka gegn Sporting
433Sport
Í gær

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
Hide picture