
Meiðslalistinn hjá Arsenal lengist áfram eftir að úrskurðað var að 15 ára undrabarn liðsins, Max Dowman, verði frá keppni í tvo mánuði vegna tognunar í ökkla.
Dowman, sem hefur spilað fimm leiki með aðalliðinu á tímabilinu, meiddist í æfingaleik með unglingaliði gegn Manchester United og missti af ferðinni til Belgíu þar em Arsenal mætir Club Brugge í Meistaradeildinni í kvöld.
Arsenal er einnig án William Saliba, Gabriel Magalhaes, Cristhian Mosquera, Kai Havertz, Leandro Trossard og Declan Rice í Belgíu.