fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

433
Miðvikudaginn 10. desember 2025 13:30

Mercedes Roa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótbolta-áhrifavaldurinn Mercedes Roa var flutt á sjúkrahús í Marseille um helgina eftir að hafa orðið fyrir árás í miðborginni.

Roa, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Instagram og hefur unnið með ýmsum knattspyrnumönnum, var í Frakklandi vegna viðburðar tengdum Universe League og mætti á stórleik goðsagna á Orange Vélodrome þar sem meðal annars Zinedine Zidane, Didier Drogba, Robert Pires og Gerard Piqué tóku þátt.

Aðfaranótt mánudags var ráðist á félaga hennar af hópi ungmenna í Opéra-hverfinu. Roa reyndi að stöðva árásina en slasaðist sjálf, samkvæmt fréttum frá staðnum.

Lögregla mætti fljótt á vettvang og handtók þrjá grunaða. Roa og vinur hennar voru flutt á sjúkrahús og eru nú á batavegi. Roa hefur lagt fram formlega kæru.

Camila Roa, systir hennar, sagði á Instagram að Mercedes væri örugg og hress og myndi sjálf uppfæra fylgjendur þegar hún gæti.

Benoit Payan, borgarstjóri Marseille, sendi stuðningskveðjur til fjölskyldunnar og sagði málið í forgangi hjá yfirvöldum.

Rannsókn á málinu stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher varpar annarri sprengju í stríðinu við Salah – Sjáðu hvað hann birti í dag

Carragher varpar annarri sprengju í stríðinu við Salah – Sjáðu hvað hann birti í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Í gær

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi
433Sport
Í gær

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar