

Fótbolta-áhrifavaldurinn Mercedes Roa var flutt á sjúkrahús í Marseille um helgina eftir að hafa orðið fyrir árás í miðborginni.
Roa, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Instagram og hefur unnið með ýmsum knattspyrnumönnum, var í Frakklandi vegna viðburðar tengdum Universe League og mætti á stórleik goðsagna á Orange Vélodrome þar sem meðal annars Zinedine Zidane, Didier Drogba, Robert Pires og Gerard Piqué tóku þátt.
Aðfaranótt mánudags var ráðist á félaga hennar af hópi ungmenna í Opéra-hverfinu. Roa reyndi að stöðva árásina en slasaðist sjálf, samkvæmt fréttum frá staðnum.
Lögregla mætti fljótt á vettvang og handtók þrjá grunaða. Roa og vinur hennar voru flutt á sjúkrahús og eru nú á batavegi. Roa hefur lagt fram formlega kæru.
Camila Roa, systir hennar, sagði á Instagram að Mercedes væri örugg og hress og myndi sjálf uppfæra fylgjendur þegar hún gæti.
Benoit Payan, borgarstjóri Marseille, sendi stuðningskveðjur til fjölskyldunnar og sagði málið í forgangi hjá yfirvöldum.
Rannsókn á málinu stendur yfir.