

Neymar er sagður leita til svokallaðs kraftaverkalæknis í von um að vinna bug á síendurteknum meiðslum og endurlífga vonir sínar um að komast á HM á næsta ári.
Frá því að hann gekk til liðs við Al Hilal árið 2023, og síðar aftur til æskuklúbbsins Santos, hefur Brasilíumaðurinn misst af 89 leikjum vegna meiðsla. Þrátt fyrir það skoraði hann 11 mörk og átti fjórar stoðsendingar á síðasta tímabili þegar Santos forðaðist fall.
Meiðslin hafa þó haldið honum frá landsliðinu, Neymar hefur ekki spilað fyrir Brasilíu síðan í undankeppni HM 2023 og hefur ekki verið valinn í neinn hóp hjá Carlo Ancelotti.
Til að auka möguleika sína á að ná síðasta HM ferlinum hyggst Neymar nú leita til brasilíska sjúkraþjálfarans Eduardo Santos, sem gengur undir nafninu „Dr. Miracle“.
Santos er þekktur fyrir óhefðbundnar aðferðir sem hafa flýtt bata leikmanna á borð við Philippe Coutinho og Matheus Cunha.
Samkvæmt ESPN mun Santos hefja meðferð eftir að Neymar gengst undir aðgerð á vinstri hné.