fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar er sagður leita til svokallaðs kraftaverkalæknis í von um að vinna bug á síendurteknum meiðslum og endurlífga vonir sínar um að komast á HM á næsta ári.

Frá því að hann gekk til liðs við Al Hilal árið 2023, og síðar aftur til æskuklúbbsins Santos, hefur Brasilíumaðurinn misst af 89 leikjum vegna meiðsla. Þrátt fyrir það skoraði hann 11 mörk og átti fjórar stoðsendingar á síðasta tímabili þegar Santos forðaðist fall.

Meiðslin hafa þó haldið honum frá landsliðinu, Neymar hefur ekki spilað fyrir Brasilíu síðan í undankeppni HM 2023 og hefur ekki verið valinn í neinn hóp hjá Carlo Ancelotti.

Til að auka möguleika sína á að ná síðasta HM ferlinum hyggst Neymar nú leita til brasilíska sjúkraþjálfarans Eduardo Santos, sem gengur undir nafninu „Dr. Miracle“.

Santos er þekktur fyrir óhefðbundnar aðferðir sem hafa flýtt bata leikmanna á borð við Philippe Coutinho og Matheus Cunha.

Samkvæmt ESPN mun Santos hefja meðferð eftir að Neymar gengst undir aðgerð á vinstri hné.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði
433Sport
Í gær

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil

Messi valinn bestur eftir ótrúlegt tímabil