

Erling Haaland hefur vakið kátínu meðal stuðningsmanna eftir að kærastas hans, Isabel Haugseng Johansen, kvartaði skemmtilega undan því hversu óendanlega mikið hann horfir á fótbolta.
Atvikið kom fram í viðtali í hlaðvarpi Gary Lineker, The Rest Is Football, þar sem Haaland viðurkenndi að hann horfi á alla mögulega leiki utan síns eigin.
Hann sagði frá því að þau hefðu verið að borða kvöldmat heima í Cheshire þegar hann athugaði hvort einhverjir leikir væru í gangi. „Manchester United – West Ham er í gangi, setjum það á,“ sagði hann.

„Kærastan mín sagði. ‘Ég er orðin svo þreytt á fótbolta, við horfum á hann allan daginn.’“
Haaland svaraði þá. „Já, það er einmitt ástæðan fyrir því að við sitjum hér!“ og slökkti auðvitað ekki á leiknum.
Haaland og Johansen eru uppalin hjá Bryne og eignuðust sitt fyrsta barn í desember síðastliðnum.