fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry segir Mohamed Salah hafa farið ranga leið að gagnrýni sinni á Liverpool og Arne Slot eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds um helgina. Salah var ónotaður varamaður í annað sinn í þremur leikjum og lét vel í sér heyra eftir leikinn.

Egyptinn sakaði félagið og Arne Slot um að kasta sér fyrir rútuna og sagði að sambandið við stjórann væri horfið án skýringa. Hann var þó áfram í æfingahópnum en fór ekki með til Ítalíu, þar sem liðið vann 0-1 sigur á Inter í Meistaradeildinni í gær.

„Þú talar ekki opinberlega um þína persónulegu stöðu þegar liðið er í vandræðum. Það á að gerast inni í klefa,“ segir Henry og rifjar upp erfiðan tíma hjá Barcelona þegar hann var sjálfur hafður utan hóps um tíma.

„Þú verður að vernda liðið. Ég skil að hann vildi tala en ég skil ekki tímasetninguna sem hann valdi og hvernig hann talaði. Það var rangt.“

Henry bætti við að frammistaða sé alltaf það sem gildir hjá stjóranum.

„Ef þú ert ekki að standa þig, þá ertu í hættu. Það er ekkert sjálfgefið að eiga sæti í liði eins og Liverpool. Ég elska Salah og það sem hann hefur gert á ferlinum en þetta var ekki rétta leiðin.“

Hægt er að hlusta á ummæli Henry um þetta mál í heild sinni hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bayern kom til baka gegn Sporting

Bayern kom til baka gegn Sporting
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Í gær

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu