
Thierry Henry segir Mohamed Salah hafa farið ranga leið að gagnrýni sinni á Liverpool og Arne Slot eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds um helgina. Salah var ónotaður varamaður í annað sinn í þremur leikjum og lét vel í sér heyra eftir leikinn.
Egyptinn sakaði félagið og Arne Slot um að kasta sér fyrir rútuna og sagði að sambandið við stjórann væri horfið án skýringa. Hann var þó áfram í æfingahópnum en fór ekki með til Ítalíu, þar sem liðið vann 0-1 sigur á Inter í Meistaradeildinni í gær.
“You have to protect your team at all costs.”
Thierry Henry shares his thoughts on Mo Salah’s recent comments ⬇️ pic.twitter.com/LyJ29ND101
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) December 9, 2025
„Þú talar ekki opinberlega um þína persónulegu stöðu þegar liðið er í vandræðum. Það á að gerast inni í klefa,“ segir Henry og rifjar upp erfiðan tíma hjá Barcelona þegar hann var sjálfur hafður utan hóps um tíma.
„Þú verður að vernda liðið. Ég skil að hann vildi tala en ég skil ekki tímasetninguna sem hann valdi og hvernig hann talaði. Það var rangt.“
Henry bætti við að frammistaða sé alltaf það sem gildir hjá stjóranum.
„Ef þú ert ekki að standa þig, þá ertu í hættu. Það er ekkert sjálfgefið að eiga sæti í liði eins og Liverpool. Ég elska Salah og það sem hann hefur gert á ferlinum en þetta var ekki rétta leiðin.“
Hægt er að hlusta á ummæli Henry um þetta mál í heild sinni hér ofar.