

Real Madrid tapaði 1-2 á heimavelli gegn Manchester City í Meistaradeild Evópu í kvöld eftir að hafa komist yfir. Rodrygo kom heimamönnum yfir á 28. mínútur.
Nico O´Reilly jafnaði hins vegar fyrir gestina áður en Erling Haaland skoraði af vítapunktinum. Krísa á Bernabeu eftir slæm úrslit í deildinni og í kvöld.
Newcastle gerði á sama tíma 2-2 jafntefli gegn Bayer Leverkusen þar sem heimamenn jöfnuðu undir restina.
Borussia Dortmund gerði 2-2 jafntefli gegn Bodo/Glimt á heimavelli. Arsenal var í stuði í Belgíu og vann 3-0 sigur á Club Brugge, Noni Madueke skoraði tvö og Gabriel Martinelli skoraði eitt.
Juventus vann PAFOS 2-0 en PSG mistókst að vinna Athletic Bilbao á útivelli, staðan 0-0 þar. Þá vann Benfica undir stjórn Jose Mourinho góðan 2-0 sigur á Napoli.