
Takehiro Tomiyasu er loks búinn að finna sér félag eftir að hafa yfirgefið Arsenal í sumar.
Samningi japanska varnarmannsins við Arsenal var heldur óvænt rift síðasta sumar og hefur hann verið frjáls ferða sinna síðan.
Nú er hinn 27 ára gamli Tomiyasu að skrifa undir hjá hollenska stórliðinu Ajax.
Um stuttan samning er að ræða sem gildir til næsta sumar. Þá verður frammistaða hans skoðuð og metið hvort samstarfinu verði haldið áfram næstu árin.
Tomiyasu dvaldi í fjögur ár hjá Arsenal og var hluti af miklum uppgangi liðsins.