

Fanndís Friðriksdóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir magnaðan feril en hún er 35 ára gömul og var lengi vel lykilmaður í A-landsliði kvenna.
Samningur hennar við Val rann út eftir liðið tímabil.
Fanndís hefur leikið með Val og Breiðablik hér á landi en átti einnig nokkur góð ár í atvinnumennsku.
„Takk fyrir mig fòtbolti. Sigrar-Töp og allt það en það sem situr eftir er allt fólkið. Þakklát og stolt af ferlinum. Tek frelsinu fagnandi,“ segir Fanndís á Instagram.
Hún fór á EM með landsliðinu árin 2009, 2013 og 2017. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, þrisvar með Val og í tvígang með Breiðablik.